VOTTUÐ KOLFENISBINDING MEÐ SKÓGRÆKT
Við höfum trú á því að framtíð sé í skógrækt á Íslandi.
Við erum búin að gróðursetja rúmlega 960 þúsund tré og
erum rétt að byrja.
VERKEFNIN OKKAR
Álfabrekka
Álfaskeið
Álfheimar
Álfadalur
UM OKKUR
Skógálfar ehf. er íslenskt félag með áherslu vottaða kolfenisbindingu með skógrækt. Skógálfar eignuðust jörðina Álfhól 2021 í Grímsnes,- og Grafningshreppi og telur hún ásamt aðliggjandi spildum alls 446,5 hektara. Þar eru nú unnin fjögur sjálfstæð verkefni sem öll verða vottuð og unnin eftir forskrift Skógarkolefnis. Tvö verkefnanna hafa nú þegar verið kláruð og staðfest af iCert, en þau bera heitin Álfabrekka og Álfaskeið. Í þessum tveimur verkefnun er vænt kolefnisbinding 121.377 tonn. Steingrímur Gauti Kristjánsson hrl. byrjaði 2008 að rækta skóg í samstarfi við Suðurlandsskóga á 25 hektörum og þar er oðriðnn fallegur skógur sem sýnir vel hversu heppilegt landið okkar er til skógræktar.
GILDISSVIÐ SKÓGARKOLEFNIS
Skógarkolefni setur fram kröfur um valfrjáls verkefni á Íslandi sem miða að því að binda kolefni með nýskógrækt.
Það gerir grein fyrir:
Kolefnisbindingu og losun vegna nýskógræktar, (innan skógræktarsvæðis):
-
með gróðursetningu skógarplantna
-
með fjölbreytt markmið í huga
-
losunar utan skógarsvæðisins vegna framkvæmda við verkefnið
Það gerir ekki grein fyrir:
-
Viðbótarkolefnisbindingu vegna breytinga á stjórnun skóga sem fyrir eru
-
Kolefni sem bundið er í skógarafurðum
-
Kolefni sem sparast þegar vörum og eldsneyti með stórt kolefnisspor er skipt út fyrir viðarafurðir eða eldsneyti úr trjáviði
Hvar á Skógarkolefni við?
Skógarkolefni er valfrjálst kröfusett fyrir verkefni í nýskógrækt á Íslandi og er eina kröfusettið sinnar tegundar á Íslandi. Kolefnisbinding vegna vottaðra skógarkolefnisverkefna styður við aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Samsvarandi leiðréttingar (e. corresponding adjustments), sem lýst er í 6. gr. Parísarsamningsins, er sem stendur ekki hægt að gera fyrir Skógarkolefniseiningar. Eins og sakir standa er ekki hægt að nota Skógarkolefniseiningar í opinberum viðskiptakerfum (e. compliance schemes) eins og ETS-kerfi Evrópusambandsins.
KOLEFNISBÓKHALD FYRIRTÆKJA OG STOFNANA
Fyrirtæki geta notað vottaðar Skógarkolefniseiningar til að vega upp á móti losun gróðurhúsalofttegunda í grænu bókhaldi.
Öll fyrirtæki og stofnanir eru hvött til að eigin frumkvæði að mæla losun sína á gróðurhúsalofttegundum og gefa út um hana skýrslu. Í tækniforskriftinni ÍST TS 92:2022 Kolefnisjöfnun: Kröfur með leiðbeiningum (Carbon offsetting: Specification with guidance) er sett fram ferli fyrir valfrjálsa skýrslugjöf um verga losun. Í leiðbeiningunum eru fyrirtæki/stofnanir einnig hvött til að bæta upp losun sína með því að kaupa Skógarkolefniseiningar eða aðrar alþjóðlega viðurkenndar kolefniseiningar.
STEFNA STJÓRNUALDA
ERLEND KRÖFUSETT
Erlend kröfusett til vottunar kolefnisverkefna eru meðal annars:
Kolefnisvottunarkröfur Verra
Kolefnisvottunarkröfur Verra sem kallast „Landbúnaður, skógrækt og önnur landnotkun“ (Forestry and Other Land Uses) nær yfir nýskógrækt, endurræktun skógar eftir fellingu, uppgræðslu lands, bætta landnýtingu í landbúnaði, bætta skógstjórn og minnkaða losun vegna skógareyðingar og hnignunar skóga.
Verra rekur einnig kröfusettið „Climate, Community and Biodiversity Standard“ þar sem áhersla er lögð á félagsleg og umhverfisleg áhrif og ávinning af landbótaverkefnum sem vinna gegn loftslagsbreytingum. Þar eru viðmið til að tryggja að verkefni feli í sér varnir fyrir bæði umhverfi og samfélag til að koma í veg fyrir skaða, bæta lífskjör og efla líffræðilega fjölbreytni í samfélögum fólks. Þetta kröfusett getur ekki af sér kolefniseiningar en verkefnin má leggja inn til sameiginlegrar VCS- og CCBS-vottunar til að tryggja víðtækari ávinning af kolefnisverkefninu.
Gold Standard
Gold Standard nær til landnotkunar- og skógræktarverkefna. Eins og er rúmast innan ramma þess nýskógrækt, endurræktun felldra skóga og umbætur í skógstjórn og landbúnaði.
Plan Vivo
Plan Vivo styður við skógartengd verkefni sem leiða af sér þróun í átt að umhverfisbótum, félagslegum ávinningi og sjálfbærni. Fólk í dreifbýlissamfélögum hannar verkefnin og sér um framkvæmd þeirra og í kröfum Plan Vivo er lögð áhersla á stöðugt samráð hagsmunaaðila og notkun innlendra tegunda. Undir Plan Vivo koma til greina verkefni í nýskógrækt, endurræktun horfinna skóga og landbúnaðarskógrækt ásamt verkefnum sem snerta skógvernd og bætta skógstjórn.