top of page

UM OKKUR

UM OKKUR

Skógálfar ehf er skógræktar og fasteignafélag.

 

Starfsemi félagsins er annarsvegar skógrækt til kolefnisbindingar og vottunar og hinsvegar útleiga á fasteignum.

Skógálfar hafa fjárfest í landi í Grímsnes og Grafningshreppi í því skyni að rækta skóg til bindingar kolefnis og stefna samhliða að því að ná öðrum lögbundnum og ólögbundnum markmiðum skógræktar. Um er að ræða fjölnytjaskóg með áherslu á alþjóðlega vottaða kolefnisbindingu, jarðvegsvernd, útivist, timburframleiðslu og aðra vistkerfisþjónustu. Verkefnin hafa fjölbreyttan umhverfislegan, efnahagslegan og samfélagslegan ávinning í för með sér og leggja baráttunni í loftslagsmálum lið.

co2-skogarkolefni.png

GILDISSVIÐ SKÓGARKOLEFNIS

Skógarkolefni setur fram kröfur um valfrjáls verkefni á Íslandi sem miða að því að binda kolefni með nýskógrækt.

Það gerir grein fyrir:

Kolefnisbindingu og losun vegna nýskógræktar, (innan skógræktarsvæðis):

  • með gróðursetningu skógarplantna

  • með fjölbreytt markmið í huga

  • losunar utan skógarsvæðisins vegna framkvæmda við verkefnið

Það gerir ekki grein fyrir:

  • Viðbótarkolefnisbindingu vegna breytinga á stjórnun skóga sem fyrir eru

  • Kolefni sem bundið er í skógarafurðum

  • Kolefni sem sparast þegar vörum og eldsneyti með stórt kolefnisspor er skipt út fyrir viðarafurðir eða eldsneyti úr trjáviði

Hvar á Skógarkolefni við?

Skógarkolefni er valfrjálst kröfusett fyrir verkefni í nýskógrækt á Íslandi og er eina kröfusettið sinnar tegundar á Íslandi. Kolefnisbinding vegna vottaðra skógarkolefnisverkefna styður við aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Samsvarandi leiðréttingar (e. corresponding adjustments), sem lýst er í 6. gr. Parísarsamningsins, er sem stendur ekki hægt að gera fyrir Skógarkolefniseiningar. Eins og sakir standa er ekki hægt að nota Skógarkolefniseiningar í opinberum viðskiptakerfum (e. compliance schemes) eins og ETS-kerfi Evrópusambandsins.

SAMSTARFSAÐILAR OKKAR

Screenshot 2024-02-06 at 9.35.05 AM.png
download.png
Screenshot 2024-02-06 at 9.34.16 AM.png
klappir-logo-tagline-onlight-nytt.png
download_edited.png
CO2_LeafWhite.png

KOLEFNISBÓKHALD FYRIRTÆKJA OG STOFNANA

Fyrirtæki geta notað vottaðar Skógarkolefniseiningar til að vega upp á móti losun gróðurhúsalofttegunda í grænu bókhaldi.


Öll fyrirtæki og stofnanir eru hvött til að eigin frumkvæði að mæla losun sína á gróðurhúsalofttegundum og gefa út um hana skýrslu. Í tækniforskriftinni ÍST TS 92:2022 Kolefnisjöfnun: Kröfur með leiðbeiningum (Carbon offsetting: Specification with guidance) er sett fram ferli fyrir valfrjálsa skýrslugjöf um verga losun. Í leiðbeiningunum eru fyrirtæki/stofnanir einnig hvött til að bæta upp losun sína með því að kaupa Skógarkolefniseiningar eða aðrar alþjóðlega viðurkenndar kolefniseiningar.

Coat_of_arms_of_Iceland.svg.png

STEFNA STJÓRNUALDA

ERLEND KRÖFUSETT

Erlend kröfusett til vottunar kolefnisverkefna eru meðal annars:

Kolefnisvottunarkröfur Verra

Kolefnisvottunarkröfur Verra sem kallast „Landbúnaður, skógrækt og önnur landnotkun“ (Forestry and Other Land Uses) nær yfir nýskógrækt, endurræktun skógar eftir fellingu, uppgræðslu lands, bætta landnýtingu í landbúnaði, bætta skógstjórn og minnkaða losun vegna skógareyðingar og hnignunar skóga.

Verra rekur einnig kröfusettið „Climate, Community and Biodiversity Standard“ þar sem áhersla er lögð á félagsleg og umhverfisleg áhrif og ávinning af landbótaverkefnum sem vinna gegn loftslagsbreytingum. Þar eru viðmið til að tryggja að verkefni feli í sér varnir fyrir bæði umhverfi og samfélag til að koma í veg fyrir skaða, bæta lífskjör og efla líffræðilega fjölbreytni í samfélögum fólks. Þetta kröfusett getur ekki af sér kolefniseiningar en verkefnin má leggja inn til sameiginlegrar VCS- og CCBS-vottunar til að tryggja víðtækari ávinning af kolefnisverkefninu.

Gold Standard

Gold Standard nær til landnotkunar- og skógræktarverkefna. Eins og er rúmast innan ramma þess nýskógrækt, endurræktun felldra skóga og umbætur í skógstjórn og landbúnaði.

Plan Vivo

Plan Vivo styður við skógartengd verkefni sem leiða af sér þróun í átt að umhverfisbótum, félagslegum ávinningi og sjálfbærni. Fólk í dreifbýlissamfélögum hannar verkefnin og sér um framkvæmd þeirra og í kröfum Plan Vivo er lögð áhersla á stöðugt samráð hagsmunaaðila og notkun innlendra tegunda. Undir Plan Vivo koma til greina verkefni í nýskógrækt, endurræktun horfinna skóga og landbúnaðarskógrækt ásamt verkefnum sem snerta skógvernd og bætta skógstjórn.

NÝJUSTU FRÉTTIR

bottom of page