top of page

UM OKKUR

Okkur finnst gott að geta haft jákvæð áhrif á umhverfið okkar í framtíðinni með því sem við gerum í dag, til dæmis með því að gróðursetja tré.

Við höfum líka átt gott samstarf við Grímsness- og Grafningshrepp sem sér tækifæri í aukinni skógrækt á því landi sem við erum með. Skógur styður við vatnsvernd og margt fleira sem er líka jákvætt fyrir umhverfið. Mikið er af slóðum í landinu sem er skemmtilegt að fara um og ekki síður þegar trén fara að vaxa upp, algjört ævintýri fyrir stóra sem smáa. Einnig bætir þetta líf fugla á svæðinu og sjáum við það í skóginum í eldra landinu; þar iðar allt af fuglalífi.

20221127_133201.jpg
Planting_LtGreen.png
bottom of page